Innlent

Upplýsingar birtar fljótlega

Þingmenn Framsóknarflokksins munu fljótlega birta upplýsingar um eignir sínar í hlutabréfum og tengsl sín við atvinnulífið. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir að í dag verði hafist handa við að útbúa reglur um birtingu upplýsinganna. Hann tekur undir þau orð Péturs Blöndals hvort ekki sé rétt að birta upplýsingar um skuldir þingmanna. Meðal þess sem verður birt eru upplýsingar um hlutabréfaeign þingmanna Framsóknarflokksins og tengsl þeirra við atvinnulífið. Hjálmar segir að þingflokkurinn hyggist afgreiða reglur um að þingmenn skuli gera grein fyrir eigum sínum í hlutabréfum og öðru slíku og tengslum sínum við atvinnulífið. Aðspuður hvenær von sé á því að þessar upplýsingar um þingmenn flokksins verði birtar segir Hjálmar að verið sé að vinna í því og að það verði mjög fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×