Má takmarka eftirlaun 26. apríl 2005 00:01 Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira