Innlent

Nota borgarkerfið í formannsslag

"Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vegna stuðningsyfirlýsingar þriggja af æðstu embættismönnum borgarinnar, sviðsstjóranna Láru Björnsdóttur og Gerðar G. Óskarsdóttur auk Hildar Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa, við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar. "Þarna er litla ljóta klíkan í ráðhúsinu, eins og Helgi Hjörvar kallaði hana, að nota sína aðstöðu til stuðnings fyrrverandi borgarstjóra, segir Vilhjálmur. Hann segir að þó fólki megi taka afstöðu verði æðstu embættismenn að muna að þeir vinni fyrir alla borgarfulltrúa og borgarbúa og verði að kappkosta að njóta trausts þeirra allra. Hann segist þess fullviss að ef Sjálfstæðismaður í sömu stöðu beitti sér með svipuðum hætti yrði hann kallaður á teppið og dregið úr áhrifum hans eins og kostur er. "Enginn embættismaður þorir að tjá sig nema vera í náðinni hjá ráðhússtjórninni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×