Er stór hópur öryrkja afætur? 28. apríl 2005 00:01 Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar