Staðfestir sekt en mildar refsingu 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira