FL Group íhugar olíuinnflutning 29. apríl 2005 00:01 Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga. FL Group hefur sótt um rúmlega 30 þúsund fermetra lóð á hafnarsvæði Helguvíkur í Reykjanesbæ. Þar mun fyrirhuguð eldsneytisbirgðastöð rísa og úr stöðinni mun liggja bensínleiðsla beint upp á Keflavíkurflugvöll. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, segir að með þessu sé fyritækið að reyna að lækka kostnað og koma til móts við lækkandi verð á farmiðum. Verið sé að skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni og þetta sé fyrsta skrefið. Ragnhildur segir að verið sé að skoða innflutning á bensíni fyrir flugvélar FL Group. Aðspurð hvort félagið hyggist selja bensín til annarra félaga segir Ragnhildur að það muni félagið skoða ef það verði komið með alla uppbyggingu fyrir það. Þetta sé samt fyrst og fremst hugsað sem hagræðing fyrir FL Group. Fyrir olíufélögin þá munar um þessi olíuviðskipti. Ragnhildur segir að flugfélagið noti um 20 prósent af öllu eldsneyti sem notað sé í landinu. Stöðugur straumur er af bensínflutningabílum til Keflavíkur og það er ljóst að með birgðastöðinni minnkar bæði slysahætta og álagið á Reykjanesbrautinni. Ragnhildur segir að nú sé eldsneytið flutt inn til Örfiriseyjar og keyrt til Keflavíkur. Þangað fari 5000-6000 bílar með eldsneyti á hverju ári, en flutningskostnaðurinn sé mikill og þá þurfi að horfa til umhverfis- og slysahættu. Samkeppnisstofnun hefur sýnt fram á að Flugleiðir töpuðu verulegu fé á ólögmætu samráði olíufélaganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi segir mögulegt að félagið höfði skaðabótamál á hendur olíufélögunum. Ljóst er að ef FL Group fer að flytja sjálft inn eldsneyti minnkar kakan hjá olíufélögunum. Aðspurð hvort verið sé að gefa þeim langt nef segir Ragnhildur að félagið sé fyrst og fremst að hugsa um sinn hag og að reksturinn verði sem hagkvæmastur. Í skýrslu um samráð olíufélaganna er minnst á Flugleiðir. Aðspurð hvort innflutningurinn séu viðbrögð við þeirri skýrslu segir Ragnhildur að svo sé ekki. Aðeins sé verið að leita leiða til að reka fyrirtækið betur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira