Innlent

Ræða um náttúruvernd í Skaftafelli

Um hundrað manna hópur norræna áhugamanna og sérfræðinga um náttúruvernd er samankominn í Skaftafelli í Öræfum en þar hefst í dag þriggja daga norræn ráðstefna um náttúruvernd, þjóðgarða, útilíf og heilsu. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og umhverfisráðuneytið. Meðal fyrirlesara er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en hún mun fjalla um gildi þess að standa vörð um náttúruarfleifð Norðurlanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×