Sport

Tvö silfur á Norðurlandamótinu

Norðurlandamóti unglingalandsliða í körfuknattleik lauk í Solna í Svíþjóð í morgun. 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrir Svíum í úrslitaleik, 57-79. Helena Sverrisdóttir var stigahæst, skoraði 20 stig, og Ingibjörg Vilbergsdóttir 16. Íslenska liðið varð því í öðru sæti eins og 16 ára landslið pilta sem beið lægri hlut fyrir Svíum, 60-64. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 24 stig og Þröstur Leo Jóhannsson 18. Tvö íslensk lið léku um bronsverðlaun í morgun. 18 ára lið pilta sigraði Dani með 86 stigum gegn 81. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur, skoraði 26 stig og Sigurður Þorsteinsson 17. 16 ára lið stúlkna tapaði fyrir Finnum með 20 stiga mun, 65-85. Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst, skoraði 20 stig og Íris Sverrisdóttir 13.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×