Fangar fara einir í flug 9. maí 2005 00:01 Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira