Innlent

Ræddu um vegamál fram á nótt

Umræður um vegaáætlun samgönguráðherra stóðu fram á fjórða tímann í nótt. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki, gerði nokkrar veigamiklar breytingatillögur við áætlun flokksbróður síns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, og vildi skipta fé milli landshluta öðruvísi, það er að segja að meira fé komi til framkvæmda á suðvesturhorninu. Þingfundur hefst að nýju klukkan hálfellefu með síðustu fyrirspurnum vorsins en eldhúsdagsumræður verða síðan í kvöld. Samkomulag er um að ljúka þingstörfum á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×