Í mál við ríkið vegna eignaupptöku 11. maí 2005 00:01 Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira