Varð einum að bana og særði annan 16. maí 2005 00:01 Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira