Innlent

Hyggjast fjölga íbúum í Sandgerði

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar setti í dag af stað átak til að fjölga íbúum í bænum. Íbúar í Sandgerðisbæ eru nú rúmlega 1.400 og er markmiðið með átakinu að þeim fjölgi í að minnsta kosti tvö þúsund fyrir lok næsta kjörtímabils. Ýmislegt verður gert til að stuðla að fjölguninni, til dæmis hafa verið skipulagðar lóðir undir tæplega 100 nýjar íbúðir í bæjarfélaginu og enn fremur verður kynning á Sandgerðisbæ send um allt land til 16 þúsund einstaklinga á aldrinum 20-40 ára, en það er sá aldurshópur sem líklegastur er til að flytja á milli sveitarfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×