Samfylkingin vanbúin síðast 20. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira