Innlent

Titringur vegna varaformanns

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagnar nýkjörnum varaformanni Samfylkingarinnar. "Ágúst Ólafur Ágústsson stimplar sig mjög sterkt inn í pólítíkina með framboði sínu til varaformannsembættisins. Hann fékk afgerandi stuðning og það skiptir máli," segir Ingibjörg. Ungliðar í hópi stuðningsmanna Ágústs Ólafs eru sagðir hafa fjölmennt á landsfundinn og beitt sér með óeðlilegum hætti fyrir kjöri hans. Ingibjörg Sólrún kveðst ekki hafa forsendur til þess að tjá sig um aðferðir stuðningsmanna Ágústs í varaformannskjörinu. "Mér sýnist munurinn hafa verið það mikill á honum og Lúðvík Bergvinssyni að þær hafi ekki skipt sköpum," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×