Innlent

Steingrímur væntir góðs samstarfs

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, óskar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til hamingju með mjög afgerandi sigur í formannskjöri í gær. Hann fagnar því sérstaklega að nýr formaður vilji stilla saman strengi stjórnarandstöðunnar og fella núverandi ríkisstjórn. Steingrímur væntir góðs samstarfs og er bjartsýnn á árangursríkt samstarf. Steingrímur telur ótímabært að vera með útlistanir á hugsanlegum áherslubreytingum. Það eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum og best að Samfylkingarfólk tali fyrir sig sjálft í þeim efnum. Spurður um ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að Ingibjörg Sólrún sé óskoraður leiðtogi stjórnarandstöðunnar segir Steingrímur að það sé ekki í valdi ráðherrans að tilnefna í slík embætti sem þar á ofan séu ekki til. „Aðalatriðið er auðvitað að menn nái að vinna vel saman og ég held að Halldóri Ásgrímssyni muni ekki takast að spila með það,“ segir Steingrímur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×