Júlíus Vífill stefnir líka hátt 22. maí 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira