Innlent

Segir launaskrið ekki hafið

Alþýðusamband Íslands segir að ekkert bendi til þessað mikið launaskrið sé hafið. Launavísitalan hækkaði um 0,5 prósent milli apríl og maí og síðustu tólf mánuði hafa laun hækkað um 6,7 prósent en á sama tíma hækkaði verðlag um 4,3 prósent. ASÍ segir að enn gæti áhrifa af tvennum kjarasamningsbundnum launahækkunum á almennum markaði, þ.e. við gildistöku nýrra kjarasamninga í mars og apríl í fyrra ásamt hækkunum um þrjú prósent um síðustu áramót. Áhrif launahækkana í kjölfar samninganna í fyrra fari nú dvínandi og megi því búast við því að það hægi á launahækkunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×