Sport

Friðsamlegt í Istanbúl í nótt

Allt fór friðsamlega fram í Istanbúl í Tyrklandi í nótt þegar stuðningsmenn Liverpool og AC Milan máluðu borgina rauða fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst kl. 18 auk þess sem leikurinn verður krufinn til mergjar með sérfræðingum Sýnar í leikslok. Tyrkneska lögreglan sagði að allt hefði farið vel fram og stuðningsmenn beggja liða hagað sér vel þrátt fyrir töluverða ölvun. Tíu þúsund lögreglumenn verða að störfum í kringum leikinn í kvöld en síðast þegar Liverpool lék til úrslita í Meistaradeildinni, í Belgíu 1985, létust 39 stuðningsmenn Juventus. Enskir fjölmiðlar spá því að Rafael Benitz, stjóri Liverpool, láti Djibril Cisse byrja í fremstu víglínu í stað Milan Baros og Harry Kewell verði einnig í framlínunni en Dietmar Hamann byrji á varamannabekknum. Hjá AC Milan er Massimo Ambrosini meiddur en talið að Hernan Crespo verði í fremstu víglínu ásamt Andryi Schevchenko. Þessi lið hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppni en þetta er fimmtugasti úrslitaleikurinn í sögu keppninnar. Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, spilar sjöunda úrsltialeik sinn í Meistaradeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×