Fuglaflensuveiran er hér 25. maí 2005 00:01 "Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
"Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira