Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu 25. maí 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira