Stærsta verksmiðja sinnar tegundar 27. maí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra klippti á borðann í nýrri verksmiðju Lýsis. Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira