Hótaði aldrei stjórnarslitum 31. maí 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á. "Það er ekki rétt. En ég vil fyrst segja, að þarna eru ýmsar fullyrðingar og það hefur engin tilraun verið gerð til þess að leita upplýsinga hjá mér eða hjá því fólki sem vinnur fyrir mig í þessu máli. Og ég undrast það að slík vinnubrögð skuli viðhöfð. Þetta mál er tiltölulega einfalt. Það var reynt, sérstaklega árið 2001, að fá kjölfestufjárfesta inn í bankana. Einkum var reynt við erlenda aðila og það gekk ekki. Síðan gerist það um mitt ár 2002 að það kemur bréf frá Samsonarmönnum um áhuga á kaupum á öðrum bankanum. Það varð að bregðast við þessu erindi því það var kærkomið að slíkur áhugi skyldi vera fyrir hendi og að þarna kæmi inn kjölfestufjárfestir með erlent fjármagn. Í framhaldi af því var ákveðið að auglýsa bankana til sölu þannig að það ferli væri algerlega opið eins og nauðsynlegt var. Fimm aðilar sýndu þessu áhuga. Og HSBC-bankinn og framkvæmdanefndin um einkavæðingu mæltu með því að gengið yrði til viðræðu við þrjá aðila en tveir uppfylltu ekki skilyrðin. Síðan hófst þetta mál, fyrst með viðræðum við alla sem leiddu til viðræðna við Samsonarmenn. Í framhaldinu var rætt við hina tvo sem endaði með samningum við annan aðilann. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar litið er til baka hafi einkavæðing bankanna tekist mjög vel. Hún hefur skipt mjög miklu máli fyrir framvindu í íslensku efnahagslífi. En auðvitað hefðum við viljað sjá meiri áhuga á bönkunum á þessum tíma og að fleiri hefðu boðið í þá eins og nú er að gerast með Símann." Af greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu má ráða að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa Kaldbaks og S-hópsins um hugsanlega þátttöku um tilboð í ríkisbankanna. Spyrja má hvort það hafi verið sérstakt áhugamál Halldórs að þessi fjárfestingafélög gerðu sameiginlegt tilboð. "Jóhannes Geir Sigurgeirsson óskaði eftir fundi með mér fyrir hönd nokkurra aðila. Og ég gat ekki orðið við þeirri beiðni vegna þess að ég var upptekinn við fundi úti á landi, var síðan að fara erlendis og stóð til að ég yrði lengi í burtu. Og ég spurði hvort þeir gætu ekki hringt í mig. Og þeir gerðu það. Ég sagði þeim einfaldlega að þeir stjórnuðu sínum eigin málum og ef að þeir vildu verða vissari um að báðir aðilar kæmust að málinu væri líklegasta leiðin til þess, að þeir stæðu sameiginlega að því og bæðu sameiginlega um samninga um málið. Og það getur nú í sjálfu sér hver sagt sér það. Ég hef alltaf verið áhugamaður um að sem mest breidd væri í eignaraðild að íslensku fjármálalífi. Þeir komu sér ekki saman og ég hafði ekkert um það að segja. Það var þeirra mál. Ég neita venjulega ekki samtölum við fólk í mikilvægum málum og það voru margir sem báðu um samtöl við mig út af þessum málum á sínum tíma. Ég veitti þau samtöl. Síðan gerðist það að ég fór algerlega út úr þessu vegna minna veikinda þannig að mikið af því sem gerðist á síðari stigum var í minni fjarveru. Ég tel að félögum mínum í ríkisstjórninni hafi tekist vel að ljúka þessu máli. Menn verða að átta sig á því að auðvitað eru það ráðherrar sem taka endanlegar ákvarðanir. Það eru ekki ráðgjafar eða embættismenn. Það eru ráðherrarnir sem bera ábyrgð á málum. Mér finnst stundum að það sé látið í það skína að embættismennirnir og ráðgjafarnir eigi að taka allar ákvarðanir. Ef þannig stjórnarhættir væru þyrfti ekki ríkisstjórn." Tengsl viðskiptalífsins og stjórnmálanna um áratugi eru kunn, en í greinaflokki Fréttablaðsins vekur athygli svonefnt sex daga stríð um Vátryggingafélag Íslands, VÍS. Freistandi er að túlka þetta sem átök á grundvelli einhvers konar helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gegn um tíðina. "Það er algerlega út í hött," segir Halldór. "Landsbankinn ákvað á sínum tíma að kaupa hlut í VÍS og síðan gekk aðilum illa að koma sér saman um hvernig þessu fyrirtæki skyldi stjórnað. Þetta mál var síðan rekið á vettvangi þessara aðila. Því er haldið fram í þessum greinarflokki að ég hafi hótað stjórnarslitum út af þessu máli. Það hef ég aldrei gert. Því er líka haldið fram að ég hafi átt sérstakan fund með Davíð Oddssyni um þetta mál. Sá fundur hefur aldrei átt sér stað. Og ég minnist þess aldrei að við Davíð höfum talað um þetta mál. Ég hef spurt hann, hvort hann myndi eftir að við hefðum rætt þetta mál. Hann sagði nei. Þannig að við ræddum þetta mál aldrei okkar í milli. Þetta var á borði annarra manna. Og það var leyst eftir því sem ég best veit á viðskiptalegum grundvelli. Þannig var það. Fréttablaðið hefði getað borið þetta undir mig. En það var ekki gerð nein tilraun til þess." Margt bendir til þess að umtalsverð átök hafi verið um einkavæðingu bankanna á stjórnarheimilinu og þá oddvita stjórnarflokkanna. "Það hafa engin átök verið okkar í milli út af þessu máli," segir Halldór. "Við höfum í þessu máli eins og í öðrum stórum málum farið yfir það með okkar ráðgjöfum og við höfum reynt að leysa það eftir bestu getu og það hefur verið gert. Síðan hefur Ríkisendurskoðun farið yfir allt þetta mál og skilað um það skýrslu. Skýrslan er nú uppistaðan í þessari frásögn Fréttablaðsins og í sjálfu sér ekkert nýtt í því." Engu að síður verður að telja að eitthvað gangi á þegar menn eins og Hreinn Loftsson og Steingrímur Ari Arason yfirgefa einkavæðingarnefndina og tala um forkastanleg vinnubrögð. Gera þeir það vegna þess að stjórnmálamennirnir, ráðherrarnir, eru að blanda sér á einhvern óhæfilegan hátt inn í þetta ferli? Halldór kveðst ekkert vita um það. "Ég hef aldrei talað við Steingrím Ara Arason og Hrein Loftsson um þessi mál og þekki það ekki. En það var í framhaldi af afsögn Steingríms Ara að Ríkisendurskoðun var beðin um að fara yfir málið. Hún skilaði skýrslu um það og taldi að farið hefði verið að settum reglum,"segir Halldór Ásgrímsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar því algerlega að af greinarflokki Fréttablaðsins um einkavæðingu ríkisbankanna megi ráða að hann og Davíð Oddsson utanríkisráðherra hafi handstýrt sölu þeirra til kaupenda sem þeir höfðu velþóknun á. "Það er ekki rétt. En ég vil fyrst segja, að þarna eru ýmsar fullyrðingar og það hefur engin tilraun verið gerð til þess að leita upplýsinga hjá mér eða hjá því fólki sem vinnur fyrir mig í þessu máli. Og ég undrast það að slík vinnubrögð skuli viðhöfð. Þetta mál er tiltölulega einfalt. Það var reynt, sérstaklega árið 2001, að fá kjölfestufjárfesta inn í bankana. Einkum var reynt við erlenda aðila og það gekk ekki. Síðan gerist það um mitt ár 2002 að það kemur bréf frá Samsonarmönnum um áhuga á kaupum á öðrum bankanum. Það varð að bregðast við þessu erindi því það var kærkomið að slíkur áhugi skyldi vera fyrir hendi og að þarna kæmi inn kjölfestufjárfestir með erlent fjármagn. Í framhaldi af því var ákveðið að auglýsa bankana til sölu þannig að það ferli væri algerlega opið eins og nauðsynlegt var. Fimm aðilar sýndu þessu áhuga. Og HSBC-bankinn og framkvæmdanefndin um einkavæðingu mæltu með því að gengið yrði til viðræðu við þrjá aðila en tveir uppfylltu ekki skilyrðin. Síðan hófst þetta mál, fyrst með viðræðum við alla sem leiddu til viðræðna við Samsonarmenn. Í framhaldinu var rætt við hina tvo sem endaði með samningum við annan aðilann. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar litið er til baka hafi einkavæðing bankanna tekist mjög vel. Hún hefur skipt mjög miklu máli fyrir framvindu í íslensku efnahagslífi. En auðvitað hefðum við viljað sjá meiri áhuga á bönkunum á þessum tíma og að fleiri hefðu boðið í þá eins og nú er að gerast með Símann." Af greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu má ráða að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa Kaldbaks og S-hópsins um hugsanlega þátttöku um tilboð í ríkisbankanna. Spyrja má hvort það hafi verið sérstakt áhugamál Halldórs að þessi fjárfestingafélög gerðu sameiginlegt tilboð. "Jóhannes Geir Sigurgeirsson óskaði eftir fundi með mér fyrir hönd nokkurra aðila. Og ég gat ekki orðið við þeirri beiðni vegna þess að ég var upptekinn við fundi úti á landi, var síðan að fara erlendis og stóð til að ég yrði lengi í burtu. Og ég spurði hvort þeir gætu ekki hringt í mig. Og þeir gerðu það. Ég sagði þeim einfaldlega að þeir stjórnuðu sínum eigin málum og ef að þeir vildu verða vissari um að báðir aðilar kæmust að málinu væri líklegasta leiðin til þess, að þeir stæðu sameiginlega að því og bæðu sameiginlega um samninga um málið. Og það getur nú í sjálfu sér hver sagt sér það. Ég hef alltaf verið áhugamaður um að sem mest breidd væri í eignaraðild að íslensku fjármálalífi. Þeir komu sér ekki saman og ég hafði ekkert um það að segja. Það var þeirra mál. Ég neita venjulega ekki samtölum við fólk í mikilvægum málum og það voru margir sem báðu um samtöl við mig út af þessum málum á sínum tíma. Ég veitti þau samtöl. Síðan gerðist það að ég fór algerlega út úr þessu vegna minna veikinda þannig að mikið af því sem gerðist á síðari stigum var í minni fjarveru. Ég tel að félögum mínum í ríkisstjórninni hafi tekist vel að ljúka þessu máli. Menn verða að átta sig á því að auðvitað eru það ráðherrar sem taka endanlegar ákvarðanir. Það eru ekki ráðgjafar eða embættismenn. Það eru ráðherrarnir sem bera ábyrgð á málum. Mér finnst stundum að það sé látið í það skína að embættismennirnir og ráðgjafarnir eigi að taka allar ákvarðanir. Ef þannig stjórnarhættir væru þyrfti ekki ríkisstjórn." Tengsl viðskiptalífsins og stjórnmálanna um áratugi eru kunn, en í greinaflokki Fréttablaðsins vekur athygli svonefnt sex daga stríð um Vátryggingafélag Íslands, VÍS. Freistandi er að túlka þetta sem átök á grundvelli einhvers konar helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gegn um tíðina. "Það er algerlega út í hött," segir Halldór. "Landsbankinn ákvað á sínum tíma að kaupa hlut í VÍS og síðan gekk aðilum illa að koma sér saman um hvernig þessu fyrirtæki skyldi stjórnað. Þetta mál var síðan rekið á vettvangi þessara aðila. Því er haldið fram í þessum greinarflokki að ég hafi hótað stjórnarslitum út af þessu máli. Það hef ég aldrei gert. Því er líka haldið fram að ég hafi átt sérstakan fund með Davíð Oddssyni um þetta mál. Sá fundur hefur aldrei átt sér stað. Og ég minnist þess aldrei að við Davíð höfum talað um þetta mál. Ég hef spurt hann, hvort hann myndi eftir að við hefðum rætt þetta mál. Hann sagði nei. Þannig að við ræddum þetta mál aldrei okkar í milli. Þetta var á borði annarra manna. Og það var leyst eftir því sem ég best veit á viðskiptalegum grundvelli. Þannig var það. Fréttablaðið hefði getað borið þetta undir mig. En það var ekki gerð nein tilraun til þess." Margt bendir til þess að umtalsverð átök hafi verið um einkavæðingu bankanna á stjórnarheimilinu og þá oddvita stjórnarflokkanna. "Það hafa engin átök verið okkar í milli út af þessu máli," segir Halldór. "Við höfum í þessu máli eins og í öðrum stórum málum farið yfir það með okkar ráðgjöfum og við höfum reynt að leysa það eftir bestu getu og það hefur verið gert. Síðan hefur Ríkisendurskoðun farið yfir allt þetta mál og skilað um það skýrslu. Skýrslan er nú uppistaðan í þessari frásögn Fréttablaðsins og í sjálfu sér ekkert nýtt í því." Engu að síður verður að telja að eitthvað gangi á þegar menn eins og Hreinn Loftsson og Steingrímur Ari Arason yfirgefa einkavæðingarnefndina og tala um forkastanleg vinnubrögð. Gera þeir það vegna þess að stjórnmálamennirnir, ráðherrarnir, eru að blanda sér á einhvern óhæfilegan hátt inn í þetta ferli? Halldór kveðst ekkert vita um það. "Ég hef aldrei talað við Steingrím Ara Arason og Hrein Loftsson um þessi mál og þekki það ekki. En það var í framhaldi af afsögn Steingríms Ara að Ríkisendurskoðun var beðin um að fara yfir málið. Hún skilaði skýrslu um það og taldi að farið hefði verið að settum reglum,"segir Halldór Ásgrímsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent Fleiri fréttir Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Sjá meira