Undrast sakfellingu án nýrra gagna 31. maí 2005 00:01 Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna þegar hann stýrði Rafiðnaðarskólanum á árunum 1994 til 2001. Héraðsdómur dæmdi raunar í málinu í fyrrasumar og var Jón þá sýknaður af fjárdrættinum en Hæstiréttur vísaði málinu aftur til héraðsdóms í byrjun þessa mánaðar. Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, segir að í fyrri dómnum hafi héraðsdómarinn ekki talið vitnisburð nokkurra vitna í málinu næganlega traustan til að byggja áfellisdóm á. En hvaða breytingar urðu við meðferð málsins hjá sama dómara? Reimar segir að héraðsdómarinn hafi skipt um skoðun og hafi í raun snúið sér í 180 gráður í því. Maður sem hafi haft fyrir framan sig nákvæmlega sömu gögn og ári áður komist að þeirri niðurstöðu að nú sé rétt að sakfella. Reimar segir að þegar svona gerist geti menn ekki bent á neina sérstaka ástæðu og í raun og veru útskýri héraðsdómarinn það hvergi í sínu máli af hverju hann ákveði að skipta um skoðun. Hann skrifi nýjan dóm þar sem ýmsir hlutir sem hann gekk út frá í fyrra skiptið séu ekki nefndir og þá sé annað nefnt sem stangist á við þá. Erfitt sé að átta sig á því hvað ráði niðurstöðu hans. Reimar segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við seinni meðferð málsins fyrir héraðsdómi heldur teldur hann mat dómarans á trúverðugleika vitnanna hafa breyst eftir því sem lengra leið frá vitnaleiðslum. Líklegt má telja að málinu verði áfrýjað en Reimar segir ákvörðun um það ekki hafa verið tekna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira