Of gamall fyrir heyrnartæki 1. júní 2005 00:01 Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira