Lögregla greip inn málið of seint 1. júní 2005 00:01 Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira