Endurvinnsla auk kjaftasagna 2. júní 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira