Læknar átaldir fyrir morfínávísun 7. júní 2005 00:01 Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Landlæknisembættið hefur á undanförnum vikum og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðlilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabindandi lyf að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrepur, jafnvel áminningar. Síðastnefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímuefnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmismörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. "Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér," sagði landlæknir. "Það verður rætt við fleiri einstaklinga á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagnagrunni, til að staðfesta eða afsanna orðróm." Landlæknir kvaðst ekki geta gefið upp hve marga lækna hefði verið rætt við á tilteknu tímabili né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísunum á verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við tiltekna einstaklinga og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Spurður hvort um væri að ræða sömu læknana sem ræða þyrfti við vegna þessa sagði landlæknir svo vera í sumum tilvikum, öðrum ekki. Lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. "Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsökinni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla," sagði landlæknir. "Oft er það þannig að menn gera þetta af einhvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekjur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira