Fölsun lyfseðla í hverjum mánuði 9. júní 2005 00:01 Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Lyfjastofnun fær að jafnaði þrjár til fjórar tilkynningar á mánuði um falsaða lyfseðla að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Fréttablaðið hefir greint frá herferð landlæknisembættisins gegn misnotkun á sterkum verkjalyfjum, þar á meðal morfínlyfjum. Fíklar beita öllum ráðum til að ná í þessi lyf. Þeir stela lyfseðliseyðublöðum, ljósrita þau jafnvel, villa á sér heimildir hjá lækni eða fara aðrar leiðir til að ná sér í efni til að sprauta sig með. Landlæknisembættinu hafa borist ábendingar um að verkjasjúklingar og krabbameinssjúklingar í bata haldi áfram að fá þau skrifuð út og selji síðan með miklum hagnaði. Rannveig sagði, að lögregla væri kölluð til ef upp kæmist um falsaða lyfseðla í apótekum. Ef uppvíst yrði um falsanir eftir á, léti Lyfjastofnun lyfsöluleyfishafana vita að þær væru í gangi. Ef tilkynnt væri um stuld á heilum blokkum hefði Lyfjastofnun númerin á eyðublöðunum og gæti tilkynnt um þau til apótekanna. "Á sínum tíma var farið að setja vatnsmerki í lyfseðlana til að hindra að hægt væri að ljósrita stolin eyðublöð," sagði Rannveig. "Við hvetjum lækna til að passa vel upp á lyfseðla og vekjum reglulega athygli á þessum málum í apótekum." Hún sagði að í framtíðinni yrðu lyfseðlar einnig rafrænir, sem auka myndi öryggi. Þá yrðu þeir sendir í tryggum samskiptakerfum í tölvum. Tilraunaverkefni með slíkar sendingar hefði verið í gangi undanfarin ár, en það kostaði fjármuni að taka rafræna kerfið í notkun. Í lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins, sem nú er að mestu fullbúinn er hægt að sjá lyfjaávísanir einstakra lækna. Þegar hann verður fullbúinn verður hægt að sjá lyfjaávísanir til einstaklinga og til hvaða lækna þeir hafa leitað, að sögn Matthíasar Halldórssonar, aðstoðarlandlæknis. Matthías sagði að sönnunarbyrði í málum, þar sem um væri að ræða þjófnaði, svik eða fals væri að ræða til að útvega ávanabindandi lyf, væri afar erfið. Helst þyrfti að standa viðkomandi að verki til að hægt væri að aðhafast. Landlæknisembættið íhugaði nú mjög að skylda fólk til að sýna persónuskilríki hjá læknum, þannig að menn gætu ekki villt á sér heimildir þegar þeir kæmu til læknis sem þekkti þá ekki, eins og brögð væru að nú. Í apótekum er skilríkja krafist við afhendingu eftirritunarskyldra lyfja, að sögn Rannveigar
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira