Boðar að flugvöllurinn skuli fara 9. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira