Ástþóri dæmdar 400 þúsund krónur
Sjóvá-Almennum var í gær gert að greiða Ástþóri Magnússyni 400 þúsund krónur í bætur, fyrir skemmdir á bíl hans sem tekin var ófrjálsri hendi í mars síðast liðnum. Málatvik voru þau að lögreglumaður tók eftir undarlegu ökulagi jeppabifreiðar Ástþórs, sem kona hans keyrði. Þegar inn á bílastæðið við Essó í Skógaseli var komið keyrði hún á skilti og skemmdi bifreiðina mikið. Ekki taldi sannað að konan hefði haft heimild til þess að keyra bifreiðina og því var tryggingafélaginu gert að greiða Ástþóri málskostnað.