Sektir upp á tæpar 100 milljónir 15. júní 2005 00:01 Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira