Reynt að koma Pólverjum úr landi 21. júní 2005 00:01 Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira
Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni. Rannsókn málsins miðar að því að kanna aðbúnað, réttindi og kjör Pólverjanna að sögn Geirs Jóns Þórissonar hjá lögreglunni í Reykjavík. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir félagið reyna að tryggja hagsmuni Pólverjanna. Aðspurður um kjör Pólverjanna segir Halldór að ráðningarsamninginn hafi enginn annar átt að sjá nema Pólverjarnir og vinnuveitandinn en þeir hafi verið með 480 krónur að jafnaði á tímann fyrir að minnsta kosti 250 vinnustundir á mánuði. Samkvæmt ráðningarsamningnum hafi ekki verið gert ráð fyrir að þeir nytu neinna annarra réttinda eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Þetta sé langt undir því sem þekkist á vinnumarkaði eða nokkrum hafi dottið í hug að borga hér. Pólverjarnir eru nú undir tilsjón ASÍ sem vinnur að því með lögreglunni að komast að hinu sanna um veru Pólverjanna hér. Halldór segir að eins og sakir standi reyni sambandið að tryggja hagsmuni þeirra og að þeir verði ekki fórnarlömb þeirrar atburðarásar sem farið hafi af stað í gær. Þá muni ASÍ afla sér frekari upplýsinga um fyrirtækið sem hafi flutt Pólverjana inn. Grunur er um að eitt tiltekið fyrirtæki hafi flutt Pólverjana hingað til lands og síðan leigt þá áfram til annarra fyrirtækja. Halldór segir þó ekki ástæðu til að ætla að fyrirtækin sem höfðu Pólverjana í vinnu hafi vitað um kjör þeirra eða aðstæður. Þau fyrirtæki vinni nú með ASÍ og lögreglunni að því að upplýsa málið. Annað er hins vegar að segja um fyrirtækið sem grunað er um brotið og telur ASÍ jafnvel að það hafi reynt að leggja stein í götu þeirra. Halldór segir fyrirtækið hafi með einhverjum hætti ætlað að koma í veg fyrir að Pólverjarnir gætu gert grein fyrir sínum málum og sækja sinn rétt en engar sannanir liggi enn fyrir um það. Reynist sá grunur á rökum reistur að gróflega hafi verið brotið á mönnunum munu þeir sem það gerðu verða sóttir til saka að sögn lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Sjá meira