Heilsugæslan neydd á brott 21. júní 2005 00:01 Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira