Heilsugæslan neydd á brott 21. júní 2005 00:01 Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira