
Innlent
Handteknir eftir slagsmál
Tveir menn voru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar í Keflavík eftir átök við lögreglumenn utan við skemmtistað í bænum í nótt. Í Hafnarfirði voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur en að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Sömu sögu er að segja frá Akureyri þar sem nóttin var róleg. Þó var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×