Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða 27. júní 2005 00:01 Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira