Búnaðarbanki ekki í ársreikningi 28. júní 2005 00:01 Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira