Fá tíu milljóna eingreiðslu 29. júní 2005 00:01 Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira