Tugir látast úr blóðeitrun árlega 30. júní 2005 00:01 Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira