Tugir látast úr blóðeitrun árlega 30. júní 2005 00:01 Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira