Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? 6. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sjá meira