150 alvarlega slasaðir 7. júlí 2005 00:01 Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira