37 látnir; al-Qaida ábyrg 7. júlí 2005 00:01 Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Sprengingarnar urðu í röð hver á eftir annarri á háannatíma í morgun, sú fyrsta skömmu fyrir klukkan níu að staðartíma. Fjöldi sprenginganna var á reiki fram eftir degi en nú er ljóst að sjö sprengjur sprungu á fjórum stöðum: á milli Russel Square og King's Cross neðanjarðarlestarstöðvanna; á milli Moorgate, Aldgate og Liverpool Street stöðvanna; sú þriðja nærri Edgware Road og sú fjórða á Tavistock Square þar sem sprengja sprakk í strætisvagni og þeytti af honum þakinu. Aðstæðurnar á vettvangi voru slæmar: fólk kom sótugt, brunnið og misilla slasað upp úr neðanjarðarlestargöngunum. Sjónarvottar greindu frá líkum og fólki sem misst hafði útlimi. Lögregla og sjúkrahús voru þegar sett í viðbragðsstöðu, tugir voru fluttir á sjúkrahús og lögreglan hófst handa við að komast að því hvað væri á seyði. Nú er ljóst að um skipulagða hryðjuverkaárás var að ræða. Sjö fórust nærri Liverpool-Street stöðinni; tuttugu og einn var myrtur nærri King's Cross og fimm við Edgware Road. Ekki liggur fyrir hversu margir féllu þegar sprengjan sprakk í strætisvagninum en hugsanlegt er að tilræðismaðurinn sé þeirra á meðal og að sprengjan hafi sprungið of snemma. Lögregluyfirvöld segja ekki enn hægt að fullyrða hvort um sjálfsmorðssprengjuárásir var að ræða. Talið er að ekki færri en sjö hundruð séu sárir eftir árásir dagsins og á fjórða tug hafi verið myrtir í árásunum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira