Ökum miðað við aðstæður 7. júlí 2005 00:01 Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að átta sig á því að óeðlilegt sé að sami hámarkshraði gildi á öllum stofnvegum landsins. Því er hún að setja upp ný merki á ýmsum stöðum sem kalla á að dregið sé úr hraða, svo sem við blindhæðir, krappar beygjur, brekkur eða aðrar varhugaverðar akstursaðstæður. Þau merki eiga að sýna leiðbeinandi hámarkshraða. Það er besta mál. Að sama skapi mætti líka hækka leiðbeinandi hámarkshraða á vissum vegaköflum landsins sem eru það góðir að reglur um 90 kílómetra hámarkshraða bjóða uppá það eitt að verða brotnar? Akstur verður nefnilega alltaf að fara eftir aðstæðum. Maður sem er einn á ferð um Mýrdalssand á beinum og sléttum vegi á góðum degi skapar ólíkt minni hættu í umferðinni þótt hann aki á 110 kílómetra hraða en sá sem brunar niður Ártúnsbrekkuna á 90, aftan í rassinum á næsta bíl sem er aftan í rassinum á næsta bíl. Vegfarandinn á sandinum má hinsvegar eiga von á að verða sektaður um háar fjárhæðir af því hann er að brjóta lög. Það er margt að varast þegar haldið er út á þjóðvegina. Hraðakstur er vítaverður en þeir sem aka undir eðlilegum hraða á greiðfærum vegum við góð skilyrði skapa einnig hættu. Þeir halda bílaröðunum fyrir aftan sig og verða lestarstjórar. Ökumenn sem í aftari vögnunum sitja fyllast óþolinmæði og stressi og neyta færis að spana framúr sem þeir freista síðan stundum að gera við of þröngar aðstæður. Þá er munar oft mjóu - og jafnvel engu. Til að allt gangi óhappalaust er mikilvægt að allir vegfarendur haldi sem jöfnustum hraða og hafi gott bil á milli bíla. Álagið er vissulega mikið á akvegi landsins á þessum árstíma. Umferðarþunginn er verulegur í miðri viku og enn meiri um helgar, ekki síst í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar má oft líkja vegunum við straumþungt fljót, þó með þeirri undantekningu að rennslið er í báðar áttir í einum og sama farveginum. Þjóðin er á faraldsfæti að keppast við að njóta þess besta sem landið hefur uppá að bjóða svo og erlendir ferðamenn sem í stórum stíl nota sumarfríið sitt til að heimsækja eldfjallaeyjuna norður við heimskautsbaug. Þar á ofan bætist að mest allir vöruflutningar út um land eru lagðir á vegina í stað þess að nota skip til að flytja þungavarning meðfram ströndum og inná hafnir landsins eins og hentugt sýnist þó í eyríki eins og okkar. Allt þetta og fleira til gerir það að verkum að ferðalög um landið krefjast varúðar. Vegarollurnar eru sér kapítuli. Þeim þarf nauðsynlega að bægja frá með einhverjum ráðum og þar geta bændur lagt sitt af mörkum með því að venja fé sitt fjarri vegum eða hafa það í áheldi. Það er efni í annan pistil. Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar