Innlent

Vanbúin á leið inn í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli hafði í gær afskipti af þýskri konu með barn sem ætlaði á puttanum inn í Þórsmörk vanbúin til slíkra ferða. Að sögn lögreglu er konan er með barni sínu á hringferð um landið og hafði ekki áttað sig á að meiri búnað þyrfti til ferðalaga inn í Þórsmörk en léttan klæðnað, dýnu og svefnpoka. Konunni var hjálpað áleiðist til Víkur í Mýrdal, þar sem hún fékk gistingu, en þangað var för hennar upphaflega heitið. Konan hafði séð myndir innan úr Þórsmörk og langaði að kíkja við á hringferðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×