
Erlent
20 látnir; 45 særðir
Að minnsta kosti tuttugu manns féllu og fjörutíu og fimm eru særðir eftir að sjálfsmorðsárás var gerð í mosku í úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks, í dag. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en árásum hefur fjölgað mikið að undanförnu og hefur Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagt að góð tíu til tólf ár muni taka að koma á friði í landinu.