Engin íhaldssemi hjá Strætó 27. júlí 2005 00:01 Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun