Bankarnir bólgna út 3. ágúst 2005 00:01 Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bankarnir bólgna út Hagnaður bankanna var á fyrstu sex mánuðum ársins og hafa þeir aldrei hagnast jafn mikið. Methagnaðinn má rekja til góðra aðstæðna á hlutabréfamarkaði, sem og aukningar í þóknana og vaxtatekjum. Hagnaður Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka voru 54 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Allir bankarnir voru að skila methagnaði og skýrist það í fyrsta lagi af því að allir hafa vaxið mikið, bæði með innri og ytri vexti og skila því óhjámkvæmilega auknum hagnaði samfara auknum tekjum. Markaðsvirði bankanna hefur aukist mjög hratt á undanförnum tveimur árum en árið 2003 voru Kaupþing og Búnaðarbanki sameinaðir og Landsbankinn einkavæddur. Geta bankanna til að vaxa hér á landi er takmörkuð og því hafa þeir leitað út fyrir landsteinana. Allir bankarnir hafa að undanförnu fest kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mikið starf er því framundan í að samræma reksturinn innan bankanna. Hlutabréfaverð hefur hækkað mikið sem skilar sér í auknum hagnaði bankanna. Einnig hafa þeir verið að selja eignir. Íslandsbanki seldi til að mynda Sjóvá nýlega og KB banki hefur selt hluta í VÍS. Mikill gengishagnaður Samanlagður gengishagnaður bankanna eru rúmir 36 milljarðar króna og er gengishagnaður KB banka helmingurinn af því. Gengishagnaður er fyrst og fremst tilkomin vegna hækkunar á gengi hlutabréfa sem bankinn á í öðrum fyrirtækjum. Innan gengishagnaðs flokkast svo einnig arður af hlutabréfum, hagnaður af afleiðum og hagnaður af gjaldeyrisviðskiðskiptum. Ört stækkandi hluti innan bankanna er svokölluðu fjárfestingabankastarfsemi en hún felst í því að kaupa í óskráðum félögum og skrá þau svo á markað með hagnaði. Bankarnir hafa löngum verið gagnrýndir fyrir hversu miklar eignir þeirra lægju á innlendum hlutabréfamarkaði og virðast bankarnir mjög misjafnir hvað þetta varðar. Þóknanatekjur vaxa Bankarnir skilgreina afkomusvið sín ólíkt og því er skipting tekna miðuð við hvernig hver banki setur fram afkomusvið sín. Einungis lítill hluti tekna bankanna kemur frá viðskiptabankasviði en áður voru tekjur bankanna nánast eingöngu frá þeirri starfsemi. Innan viðskiptabankasviðs Bankarnir hafa einnig verið að auka mikið þjónustu við einstaklinga og bjóða upp á allskyns gerðir af lánum. Einnig eiga bankanir fjármögnunarfyrirtæki á borð við Glitni og SP Fjármögnun sem lána til bílakaupa og annara vélakaupa. Ótrúleg eignaaukning Heildareignir bankanna nema 4.400 milljörðum króna og hafa vaxið gífurlega að undanförnu. Helstu eignir bankanna eru útlán til viðskiptavina þeirra. Áður voru efnahagsreikningar bankanna einfaldara og samastóðu af stærstum hluta af innlánum frá viðskiptavinum annarsvegar og útlánum hingsvegar. Einnig eiga bankarnir umtalsvert af skuldabréfum, hlutabréfum og öðrum eignum sem auðvelt er að koma í verð. Eignir bankanna hafa aukist mikið með kaupum þeirra erlendis, til að mynda voru eignir FIH bankans í Danmörku um 800 milljarðar króna en það voru að mestu lán til íbúðakaupa. Útlánasöfnin hafa vaxið að mestu erlendis að undanförnu en hér á landi er mesti vöxturinn vegna íbúðalána. Bankarnir hafa margfaldast að markaðsvirði en samanlagt markaðsvirði bankanna fjögurra nemur 800 milljörðum króna eða sem nemur þjóðarframleiðslu Íslands á ári. Bjart framundan Uppgjör bankanna sýna að vöxtur þeirra hefur ekki orðið á kostnað arðsemi og flest virðist ganga þeim í hag um þessar mundir. Gengishagnaður vegur þó ennþá mjög þungt í hagnaði bankanna en á meðan aðrir tekjustofnar bankanna skila einnig hagnaði. Erlend starfsemi bankanna hefur einnig verð styrkt mikið, bæði með mikilli aukningu lána, fyrirtækjaverkefna, og annarar þjónustu. Vaxtatekjur bankanna aukast sífellt í takt við útlán þeirra en þó drógust vaxtatekjur KB banka saman milli fyrsta og annars ársfjórðungs vegna minni verðbólgu. Tekjur bankanna vegna erlendrar starfsemi eykst sífellt og eru nú tekjur KB banka 70 prósent erlendis frá. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka segir stefnt að því að tekjur á Íslandi verði einungis 20 prósent af tekjum bankans í lok ársins. Ekki er hægt að búast við hagnaði í líkingu við þann hagnað sem bankarnir hafa verið að skila að undanförnu áfram. Markaðsaðstæður banka og fjármálafyrirtækja hafa verið eins og best verður á kosið. Einnig hafa bankarnir verið að selja ýmsar eignir með góðum hagnaði. Bankarnir hafa einnig dágott svigrúm til að stækka enn frekar og má því búast við einhverjum frekari kaupum á næstunni. Dögg Hjaltalín - dogg@frettabladid
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar