Viðskipti innlent

Andri hættir hjá KEA

Framkvæmdastjóri KEA, Andri Teitsson, hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum. Í tilkynningu frá KEA kemur fram að hann og kona hans eigi von á tvíburum auk þess sem þau eigi fyrir fjögur börn 8 ára og yngri svo Andri hyggst taka sér langt feðraorlof. Segir í tilkynningunni að þetta hefði leitt til þess að málefni KEA hefðu verið í biðstöðu um lengri tíma og það taldi stjórnin óheppilegt. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hildings, mun gegna störfum framkvæmdastjóra KEA til bráðabirgða eða þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×