Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla 5. ágúst 2005 00:01 Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira